Þjónusta
Þrifakerfi
Öflug þrifa- og þvottakerfi sérhönnuð í matvælavinnsluna.

Þrifakerfin okkar eru í notkun hjá mörgum af leiðandi matvælaframleiendum um allan heim.
Aquatiq sérhæfir sig í að hanna sérsniðin þrifakerfi sem uppfylla þarfir hvers og eins viðskiptavinar. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að velja rétta kerfið til að ná hámarks árangri í þrifum. Við skoðum m.a. aðgengi viðskiptavinar að heitu vatni, ræðum um val á hreinsiefnum, hversu langan tíma þrifin mega taka og aðstoðum við val á rétta vatnsþrýstingnum. Allir þessir þættir ráða miklu um árangurinn og eru allir teknir inn í þegar þrifaplan er hannað.
Hvernig vinnum við?
Hönnun og skipulagning
Með nánu samtali við viðskiptavininn sköpum við góðan tæknilegan grunn fyrir hönnun okkar. Skýr kröfulýsing frá viðskiptavini er mikilvæg til að tryggja rétta lausn.
Rýni
Við forum yfir kröfulýsinguna meðviðskiptavininum til að greina frekar þarfirnar og finna besta kerfið, hvort sem áherslan er á sjálfvirkni og mannasparnað, sápu eða vatnsnotkun eða aðra þætti. Fjölbreitt vöruúrval tryggir að við finnum við bestu og sveigjanlegustu lausnirnar sem hentar hverju sinni.
Uppsetning
Við komum með kerfið í tilbúnum einingingum, en setjum svo upp á staðnum samkvæmt fyrirfram ákveðnu plani. Við bjóðum upp á tæknilega þjálfun og skriflegar leiðbeiningar, og tryggjum þannig að allt gangi snuðrulaust fyrir sig frá fyrsta degi.
Þjónusta
Í gegn um sérsniðna þjónustusamninga aðstoðum við þig og þitt starfsfólk til að viðhalda tækjabúnaðnum á réttan hátt. Þetta tryggir hámarks rekstur án þess að fórna framleiðslu. Við viðhöldum reglulegu og nánu sambandi við viðskiptavininn, alltaf til staðar til að aðstoða.
Hafðu samband eða kíktu við á skrifstofu okkar
til heyra meira um hvernig við getum aðstoðað þig við val á rétta þvottakerfinu við þrif á vinnslunni þinni
Aquatiq ehf Grandagarði 16 101 Reykjavík


Aquatiq Iceland
Steingrímur Helgu Jóhannesson
Sales & Food Safety Specialist