Miðlæg þrifakerfi
Eru hreinsikerfi sem ná yfir alla verksmiðjuna. Þvottaútökin eru staðsett á lykilsvæðum þar sem auðvelt er að ná til flestra tækja vinnslusvæðisins. Sápublöndun og skolvatn undir þrýstingi (mælum með meðalþrýstingi, þ.e. 40-45 bör) eru í miðlægu kerfi. Miðlægt þvottakerfi gefur fyrirtækinu tækin fyrir bestu mögulegu hreinsun og öryggi á vinnustað.

Miðlægar skömmtunarstöðvar (Central Dispensing System)
Kosturinn við miðlæga skömmtun þrifaefna er sá að hún er staðsett í sér herbergi sem er aðskilið frá framleiðslurýmum. Öll efnaílát eru þá geymd á öruggan hátt á einum stað, helst með safnbökkum undir til að afstýra slysum. Efninu er þá dreift til útstöðva í gegn um ryðfrí stálrör.
Hægt er að fá miðlægar skömmtunarstöðvar sem einfaldar, tvöfaldar eða þrefaldar mtt. afkasta. Einnig er hægt að dæla allt að þrem mismundandi tegundum af efnum frá einni stöð, einnig er hægt er að nota 2 dælur fyrir sama efnið og tvöfalda þannig getuna. Nákvæmni skömmtunar er 0,1%. Miðlæga skömmtunarstöðin veitir öllum útstöðvum sama magnið. Útstöðvar eru eru auðveldar í uppsetningu, mjög áreiðanlegar og auðveldar í þjónustu.
Þrýstivatn til skolunar
- Lágþrýstikerfi 25 bar
- Miðlungs þrýstikerfi 40–45 bar
- Háþrýstikerfi 60–90 bar
Við getum aðstoðað við val á þrýstingi út frá eðli þrifa, vatnsmagni, hitastigi og þeirra hreinsiefna sem nota skal. Við höfum yfir að ráða breiðu vöruúrvali og finnum því alltaf bestu lausnina.
Útstöðvar
Við bjóðum upp á útstöðvar úr ryðfríu stáli (AISI 316L), sem skila þrýstivatni, sápukvoðu og sótthreinsiefni í réttum styrkleika tilbúin beint í þrifin.
Hafðu samband eða kíktu við á skrifstofunni
til að vita meira um þrifa-, hreinsi- og þvottakerfin okkar


Aquatiq Iceland
Steingrímur Helgu Jóhannesson
Sales & Food Safety Specialist