Hreinsikerfi með dreifðri sápublöndun
Sérstaklega hentugt fyrir matvælavinnslur þar sem ekki er aðskilið rými fyrir hreinsiefni.

Þvottakerfi Aquatiq með dreifðri sápublöndun (DCS), gerir matvælaiðnaðinum kleift að ná framúrskarandi árangri í hreinlæti og býður upp á mikinn sveigjanleika í þrifaferlinu. DCS hreinsikerfið samanstendur af fjórum aðalþáttum sem saman uppfylla strangar kröfur um getu, afköst og gæði. Miðlægu íhlutirnir veita réttan þrýsting, flæði og efnaþéttni þegar þörf krefur.
Viðskiptavinurinn getur ýmist valið að staðsetja dælueiningu með innbyggðri útstöð (CB) í framleiðslurýminu eða haft dælueiningu án útstöðvar (SB / Multi) utan vinnslusvæðisins. Við mælum með síðarnefnda kostinum ef það hentar. Þá eru eingöngu útstöðvarnar inni í vinnslurýminu með slöngu fyrir vatn, sápu- og sótthreinsiefni.
Aquatiq DCS hentar fyrir allar stærðir af vinnslum, en við mælum þó með miðlægu kerfi ef kostur er þegar fjöldi útstöðva er stærri en fimm.

Þvottakerfi með dreifðri sápublöndun
Hafðu samband eða kíktu við á skrifstofunni
til að vita meira um þrifa-, hreinsi- og þvottakerfin okkar


Aquatiq Iceland
Steingrímur Helgu Jóhannesson
Sales & Food Safety Specialist