CleanTanq

CleanTanq frá Aquatiq er byltingarkennd plug-and-play lausn sem hreinsar og sótthreinsar sjálfkrafa fiskeldisker af öllum stærðum og gerðum, eykur skilvirkni, hreinlæti og minnkar líkur á smitsjúkdómum á meðan áhyggjum af slysahættu við þrif er útrýmt.

CleanTanq þrifaróbótinn fyrir ker og tanka í landeldi er hannaður til að uppfylla strangar kröfur um þrif og hreinlæti. Þvottaróbótinn tryggir nákvæma, markvissa og einsleita hreinsun fiskeldis kerjanna í hvert og eitt skipti sem honum er beitt, á meðan hann verndar bæði menn og fiska.

Algjörlega sjálfvirkur

CleanTanq frá Aquatiq er leiðandi lausn fyrir fiskeldið og er tilvalinn til grófhreinsunar, sápuþvottar og sótthreinsunar eldiskerja í landeldi laxfiska. CleanTanq sér um öll verkefni á sjálfvirkan hátt og lágmarkar þörf fyrir mannleg þrif og kemur þannig í veg fyrir slysahættu.

Óheft þrif

CleanTanq þvottaróbótinn er hannaður til að hreinsa fiskeldisker af hvaða lögun og stærð sem er. Hentar sérlega vel í háum fiskeldiskerjum sem hættulegt er að þrífa handvirkt. Þrifaróbótinn vinnur jafn vel og skilar sínu verki, óháð hæð og stærð fiskeldiskerjanna.

Aukin skilvirkni og öryggi

CleanTanq framkvæmir þrif betur og hraðar en starfsfólk getur gert handvirkt. Þetta leiðir til mannasparnaðar í þrifum, aukinnar skilvirkni og minnkar áhyggjum af heilbrigðis- og öryggisþáttum sem tengjast þrifum á stórum fiskeldiskerjum í landeldi nútímans.

Hreinlæti og sérfræðiþekking sameinuð

CleanTanq þrifaróbótinn frá Aquatiq er hannaður til að uppfylla strangar hreinlætiskröfur, í samræmi við leiðbeiningar frá EHEDG, og kemur í veg fyrir krossmengun á milli kynslóða fiska í fiskeldinu. Hönnunin er byggt á áratuga reynslu Aquatiq af hreinlætiskröfum í fiskeldi og tryggja aðferðirnar sem beitt er hámarks árangur og skilvirkni.

Stöðug frammistaða

CleanTanq þrífur alltaf eins og tryggja aðferðirnar því hámarks árangur í þrifum í hvert sinn. CleanTanq býður upp á að þú vistir stillingar og gerir kerfið þér því kleift að gera þín eigin þrifaplön eftir aðstæðum. Einnig gerir kerfið þér kleyft að vista skrár yfir framkvæmd hreinsunar, sem hálpar þér við að uppfylla reglugerðarkröfur um skráningu þrifa.

Örugg geymsla og notkun

CleanTanq kerfið tryggir að öll efni séu tæmd úr kerfinu þegar það er ekki í notkun, sem kemur í veg fyrir óæskilegt leki úr tækjunum. Þannig verndum við bæði fólk og fisk. Auk þess er þrifaróbótinn einnig hannaður til að hreinsa sjálfans sig fyrir geymslu, sem lágmarkar hættu á krossmengun á milli fiskeldiskerja og lotna í eldinu.

Prófanir á fyrstu CleanTanq einingunni

Hafðu samband eða kíktu við á skrifstofu okkar

til heyra meira um CleanTanq þrifaróbótinn okkar fyrir fiskeldi á landi

Aquatiq Iceland

Rúnar Birgisson

General Manager

Aquatiq Iceland

Steingrímur Helgu Jóhannesson

Sales & Food Safety Specialist