
Námskeið fyrir alla sem koma að meðhöndlun matvæla
Vegna aukinna krafna í lögum og frá kaupendum um öryggi matvæla, þurfa þeir sem framleiða matvæli að búa yfir meiri þekkingu og upplýsingum um rétt vinnubrögð. Þetta er hagnýtt námskeið sem miðar að því að styrkja skilning þátttakenda og gera þeim kleift að beita þekkingunni í starfi sínu við framleiðslu öruggra matvæla.
Innihald námskeiðsins:
Áhættur tengdar matvælaframleiðslu:
- Örverur sem geta valdið sjúkdómum.
- Mengun matvæla vegna efna.
- Aðskotahlutir í matvælum.
- Ofnæmisvaldandi efni og innihaldsefni.
Meðhöndlun og geymsla matvæla:
- Krossmengun: Skilgreining og leiðir til að koma í veg fyrir hana.
- Hlutverk réttrar kælingar við öryggi matvæla.
Fyrirbyggjandi ráðstafanir:
- Þrif og áætlanir um reglubundin þrif.
- Varnir gegn meindýrum og eftirlit með þeim.
- Val og eftirlit með birgjum: Gæðakröfur og mat.
- Kvörðun og regluleg prófun mælitækja.
Starfsfólk og hæfni þess:
- Umgengni, persónulegt hreinlæti og heilbrigðisástand starfsmanna.
- Þjálfun: Hæfnikröfur, þjálfun starfsmanna og gerð þjálfunaráætlana.
Tími námskeiðs er 2 x 4 tímar (2 dagar)
Hafðu samband við okkur fyrir upplýsingar og skráningu.
Aquatiq ehf Grandagarði 16 101 Reykjavík


Aquatiq Iceland
Steingrímur Helgu Jóhannesson
Sales & Food Safety Specialist