Matvælaiðnaður

Særhæfð hreinsiefni fyrir matvælaiðnaðinn

Við bjóðum upp á heildarlausnir fyrir matvælaöryggið

Í umhverfi nútíma matvælaiðnaðar er það ekki bara æskilegt að framfylgja ströngum hreinlætiskröfum, heldur er það einnig bundið í lög. Við hjá Aquatiq ehf skiljum þarfirnar, enda höfum við áralanga reynslu úr iðnaðinum og bjóðum upp á heildarlausn á sviði matvælaöryggis. Í vörulínu okkar sem þróuð hefur verið í samstarfi við matvælaiðnaðinn eru fjölbreitt efni sem henta fyrir mismunandi þarfir, allt eftir hvert viðfangsefnið er. Efnin okkar eru öll vottuð til notkunar í bæði eldis- og matvælaiðnaðinum. Einnig starfar hjá Aquatiq hópur sérfræðinga sem getur gefið ráð á mjög sérhæfðum sviðum.

Markmiðið okkar er að aðstoða þig við framleiðslu á öruggum matvælum með því að tryggja að vinnsluumhverfið þitt sé heilnæmt og laust við hættulegar örverur og óhreinindi. Á þann hátt tryggjum við saman framleiðslu á öruggum matvælum sem geymast vel.

Af hverju að velja hreinlætislausnirnar okkar?

  • Sérfræðiþekking og reynsla: Við höfum áratuga reynslu af þjónustu við matvælaiðnaðinn. Við höfum yfir að búa hópi sérfræðinga og fagfólks sem er vel að sér í gildandi reglugerðum og bestu aðferðum við þrif og sótthreinsun á vinnslubúnaði og húsnæði í matvælaframleiðslu, bæði á yfirborði og inni í lögnum. Með vörum okkar, ráðgjöf og þjónustu tryggjum við að matvælavinnslan þín starfi í samræmi við gildandi reglur og sé laus við mengun og sýkingar.
  • Sérsniðnar lausnir: Okkar nálgun er lausnarmiðuð og út frá þeirri vitneskju að hver matvælavinnsla er einstök og því þarf að skoða aðstæður vel á hverjum stað og miða lausnir út frá aðstæðum hverju sinni. Hvort sem þú rekur lítið kjötborð eða stóra fiskvinnslu þá höfum við lausnina fyrir þig.
  • Heildarþjónusta: Hreinlætislausnir okkar ná yfir alla þætti rekstarins, allt frá þrifaplani, títrun og mælingu á styrk hreinsiefna, þjálfun starfsfólks og aðstoð við val á réttu efnunum. Við vinnum með þér að því markmiði að tryggja öryggi og gæði matvælaframleiðslunnar þinnar.

Hvað getum við aðstoðað þig?

  • Þrif matvælavinnslu og sótthreinsun: Við höfum breiða vörulínu af sápu- og sótthreinsiefnum sem viðurkennd eru fyrir matvælaiðnað. Einnig höfum við yfir að búa tækjabúnaði sem nýtist við að útrýma bakteríum, vírusum og mengun á áhrifaríkan hátt. Og mælitæki og hugbúnað til að skrásetja og meta árangurinn.
  • Starfsþjálfun: Lykilatriði hreinlætis er að starfsfólkið sé rétt upplýst. Því bjóðum við upp á ýmis námskeið, svo sem: Þrifanámskeið, HAACP, örverufræði, ofl. Námskeiðin geta ýmist verið almenn eða sérsniðin ykkar þörfum.
  • Hreinlætiseftirlit og úttektir: Okkar teymi framkvæmir reglulegt hreinlætiseftirlit og úttektir til þess að tryggja að aðstaðan þín uppfylli lög og reglugerðir um matvælaöryggi og helst viljum við aðstoða þig við að gera mun betur en lög kveða á um.

Þjónusta sem snýr að hreinsiefnum

Aquatiq er traustur samstarsaðili ef þið stefnið að hámarksárangri í matvælaöryggi og viljið tryggja að vinnubrögðin séu í samræmi við gildandi hreinlætis- og matvælaöryggisstaðla. Hafðu samband við okkur og við munum sníða heildarlausn sem hentar þínu fyrirtæki.

Hafðu samband eða kíktu við á skrifstofu okkar

til heyra meira um hvernig við getum aðstoðað þig við að tryggja matvælaöryggið í vinnslunni þinni:

Aquatiq Iceland

Rúnar Birgisson

General Manager

Aquatiq Iceland

Steingrímur Helgu Jóhannesson

Sales & Food Safety Specialist