Fiskeldi í sjó og á landi

Sérhæfð hreinsiefni fyrir fiskeldið.

Hreinlætislausnir sem vottaðar eru fyrir fiskeldi

Í fiskeldi er nauðsynlegt að tryggja velferð fiskanna og viðhalda fullkomnu hreinlæti til að koma í veg fyrir að sjúkdómar og snýkjudýr nái fótfestu. Við bjóðum upp á sápur og sótthreinsiefni sem viðurkennd eru fyrir eldisiðnaðinn. Við kennum rétta meðhöndlun sem tryggir að efnin fjarlægja það óæskilega, en skaða ekki fiskinn.

Af hverju að velja hreinlætislausnirnar okkar?

  • Sérfræðiþekking og reynsla: Við höfum áratuga reynslu af þrifum í eldisiðnaðinum, jafnt í seiðaeldi, landeldi, brunnbátum og í sótthreinsun nóta. Sérfræðingar okkar eru vel að sér í gildandi reglugerðum og umhverfisstöðlum og gefa þér bestu ráðleggingarnar til þess að vinna í sátt við umhverfið.
  • Yfirborðshreinsun og CIP hreinsun: Við höfum sérfræðiþekkingu bæði á yfirborðshreinsun fiskeldiskerja og á hreinsun lagna og lokaðs búnaðar. Við höfum bæði tæki og hreinsiefni sem henta til þessa verks. Bæði búnaðurinn okkar og efni eru viðurkennd til notkunar í iðnaðinum og útrýma skaðlegum sýklum á áhrifaríkan hátt og tryggja hreinlæti búnaðar og aðstöðu þinnar.
  • Umhverfisvænar vörur: Við höfum sjálfbærni og umhverfisábyrgð að leiðarljósi. Vörur okkar eru ekki aðeins mjög áhrifaríkar í sótthreinsun heldur einnig umhverfisvænar. Allt hreinsiefnið okkar er samþykkt til notkunar í fiskeldisiðnaðinum og er þróað til að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið í kring um eldið.
  • Sérhæft efnafræðiteymi: Við höfum yfir að ráða hópi sérfræðinga sem hannar efnin og aðferðirnar við beitingu þeirra í eldis iðnaðinum. Þeir geta veitt verðmæta innsýn inn í sérsniðnar lausnir og nýstárlegar nálganir til að viðhalda líföryggi og hreinlæti í eldinu þínu.

Við erum traustur samstarfsaðili í hreinlæti og sjúkdómavörnum í fiskeldi

Við hjá Aquatiq helgum okkur því að hjálpa þér við að viðhalda hæstu viðmiðunum með tilliti til hreinlætis, líföryggis og umhverfisvitundar í fiskeldinu. Lausnir okkar eru hannaðar til að auka rekstrarhagkvæmni þína, vernda orðspor vörumerkis þíns og tryggja velferð eldisfiskanna þinna.

Ekki treysta á heppni þegar kemur að líföryggi og hreinlæti. Hafðu samband við okkur í dag til að ræða þarfir þínar og leyfðu okkur að sérsníða heildstæða lausn sem hentar þínu fiskeldisfyrirtæki. Saman getum við tryggt að allt sé tandurhreint og að öllum öryggis- og sjálfbærnisferlum sé fylgt í starfsumhverfinu þínu.

Hafðu samband eða kíktu við á skrifstofu okkar

til að vita meira um hvernig við getum aðstoðað ykkur við að halda fiskeldinu þínu hreinu og lágmarka hættu á smitsjúkdómum.

Aquatiq Iceland

Rúnar Birgisson

General Manager

Aquatiq Iceland

Steingrímur Helgu Jóhannesson

Sales & Food Safety Specialist